Ólafsson_Ólafur Kr.
Nordic eMarketing
Home > Nordic eMarketing > Employees > Ólafur Kr. Ólafsson
click here to contact us

Ólafur Kr. Ólafsson

Director SEO

Ólafur er hokinn af reynslu þegar kemur að leitarvélamarkaðssetningu. Hann gjörþekkir hugmyndafræði og algórytma Google og hvernig leitarvélarnar lesa og meta vefsíður.

Í stefnumörkun leitarvélabestunar þarf klókindi í bland við aðferðafræðina og þetta tvennt samtvinnar Ólafur á fullkominn hátt. Með þessa þekkingu að vopni hefur hann náð gríðarlegum árangri fyrir viðskiptavini The Engine – og ef þú nærð honum í góðu tómi er sagan af því hvernig hann náði framúrskarandi árangri með leitarorðið „bjór“ líklega besta dæmið um hæfileika hans.

Ólafur er einnig áhugaljósmyndari og hefur mikla ástríðu fyrir útivist og hestamennsku. Hann er stúdent frá MR, auk þess að hafa komið við í kennaranámi í KÍ, listadeild FB og tekið ótal námskeið sem tengjast sölu, hugbúnaði og stjórnun. Ólafur er vottaður af Google Adwords og Acquisio (Google Adwords Certified Acquisio Certified).

Back